Lagt fram erindi Björns Valdimarssonar á 256 fundi skipulags- og umhverfisnefndvar varðandi hámarkshraða í húsagötum/íbúagötum í Fjallabyggð, dags. 17.05.2020.
Bæjarráð samþykkti á 653. fundi sínum þann 26. maí sl. að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þar sem bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 20.05.2020 að fela nefndinni að endurskoða ákvörðun sína um hámarkshraða í íbúagötum.
Nefndin samþykkir að hámarksumferðarhraði verði 30 km í íbúðagötum og leggur til við Vegagerðina að 40 km hámarksumferðarhraði verði á þjóðvegum í þéttbýli. Nefndin bendir á að í vinnslu er samkomulag við Vegagerðina um gerð deiliskipulags fyrir þjóðvegi í þéttbýli í Fjallabyggð og þar verður tekið á umferðaröryggismálum.
Samþykkt var að lækka niður umferðarhraðann með fjórum atkvæðum gegn einu. Helgi Jóhannsson greiddi atkvæði á móti.
Sjá fyrri fréttir um málefnið:
UMFERÐAHRAÐI HÆKKAÐUR Í 40 KM Á KLST. Í FJALLABYGGÐ
UMFERÐAÖRYGGI Í FJALLABYGGÐ
ENN OG AFTUR AÐ UMFERÐARÖRYGGI Í FJALLABYGGÐ
UGGANDI YFIR HÆKKUN UMFERÐARHRAÐA Í FJALLABYGGÐ
UMFERÐARHRAÐI Í FJALLABYGGÐ ENDURSKOÐAÐUR
Mynd/aðsend