Tónlistarkonan VALDIS var að senda frá sér glænýtt lag þann 30. október sl.

Lagið heitir ‘Maze’ og fjallar um að vera fastur í völundarhúsi og að vera eltur af óhugnarlegri veru. Svonefnda völundarhúsið er í rauninni myndlíking við kvíða sem VALDIS hefur verið að slást við frá ungum aldri en hún hefur fundið leið til að takast á við hann með tónlistinni.

Lagið verður leikið á FM Trölla í þættinum Tíu Dropar, í dag milli klukkan 13 og 15.

„Eins og í völundarhúsi, tekur þú stundum ranga beygju og lendir á vegg og þarft að fara til baka til þess að finna réttu leiðina út. En að lokum munt þú komast út með mjög mikilli vinnu” – VALDIS

Þetta er nútíma popp lag sem er bassadrifið með þéttum trommu takti.

Hægt er að nálgast ‘Maze’ á Spotify og öllum helstu streymisveitum!