Heilsugæslunni á Dalvík barst á dögunum Sónartæki að gjöf frá kvenfélaginu Hvöt Árskógsströnd og kvenfélaginu Tilraun í Svarfaðardal.

Tækið er af tegundinni Eagle View og virkar sem þrennskonar tæki í einu tæki, tækið sendir frá sér hljóðbylgjur sem nema viðnámið og sendir lifandi myndbandsupptöku eða myndir beint í spjaldtölvu, farsíma eða hvað sem er annað sem tekur á móti þráðlausum boðum frá tækinu.


Tækið er bylting fyrir heilsugæslustöðina á Dalvík, þar sem það mun nýtast að mestu í meðgönguverndinni meðal annars til að meta legu fósturs sé það ekki ljóst með klínísku mati.Einnig er hægt að greina hjartslátt fósturs fyrr á meðgöngu heldur en með því tæki sem fyrir er á heilsugæslunni.

Greiningarsónar t.d. 12 vikna og 20 vikna sónarskoðanir munu áfram fara fram á Akureyri. Einnig mun tækið nýtast til að finna vökvasöfnun merki um innvortis blæðingar, gallsteina og fleira.

Með tækinu er  hægt að greina æðar til þess að meta skaða á æðum þegar um beinbrot er að ræða þegar um er að ræða beinbrot á útlimum eins og höndum og fótum,sem skiptir ótrúlega miklu máli þegar þarf að ákveða hversu fljótt sjúklingur þarf að komast til bæklunarlæknis. 

Tækið er einstaklega fyrirferðalítið og því þægilegt að flytja það á milli staða í þeim tilfellum sem þess er krafist.

Það er ljóst að með tilkomu tækisins þá eykst möguleikinn á þjónustu í heimabyggð töluvert. Enn og aftur sýnir sig hversu öflug kvenfélögin í sveitarfélaginu eru og hversu mikilvægu hlutverki þau gegna í samfélaginu.

Myndir/Dalvíkurbyggð