Engar hefðbundnar guðsþjónustur verða í Siglufjarðarkirkju þessi jólin, vegna kórónuveirufaraldursins, en þeirra í stað var á aðfangadag kl. 17.00, í dag, jóladag kl. 14.00 og á gamlársdag kl. 17.00 sendar út á FM Trölla helgistundir, sem verið er að taka þar upp nú á aðventunni. Þar mun kirkjukór Siglufjarðar syngja við undirleik Rodrigos J. Thomas.

Útsendingartíðni FM Trölla er 103.7 MHz í Eyjafirði, Skagafirði og á Hvammstanga. Svo næst útvarpsstöðin út um allan heim á trolli.is.

Með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár,
Sigurður Ægisson