Hilmar Símonar keppti á Bikarmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem haldið var í Mosfellsbæ, þá í nýjum þyngdarflokki og sigraði flokkinn sannfærandi.
Hilmar vigtaðist 70,6kg í -74kg flokk og á nokkur kíló inni.
Í hnébeygju lyfti Hilmar best 210kg sem er 5kg undir núverandi Íslandsmeti í nýja flokknum og er það persónuleg bæting uppá 12,5kg.
135kg flugu upp í bekk sem er 2,5kg bæting, 140kg fóru hratt af stað en gekk þó ekki að lokum.
Í réttstöðu lyfti Hilmar 210kg og reyndi við 220kg en vegna áverka eftir hnébeygjuna var bakið búið og lét Hilmar það duga þennan daginn.
555kg í total sem er 12,5kg bæting fyrir Hilmar og á hann helling inni, uppkeyrslan voru ekki nema tæpar 4 vikur sem telst ansi stutt í þessu sporti gefur til kynna að okkar maður er rétt að byrja.
Og má til gamans geta að Hilmar var 3. stigahæstur af öllum 25 keppendum á mótinu.
Heimild og mynd/Kraftlyftingafélag Ólafsfjarðar Fjallabyggð