Hilmar Símonarson keppti fyrir hönd Íslands í vikunni á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, mótið fer fram í Póllandi.

Hilmar keppti í -66kg flokknum og vigtaðist 65,75kg.

Hann lyfti 197,5kg í hnébeygju sem er 2,5kg bæting á Íslandsmeti, 132,5kg í bekkpressu sem einnig er 2,5kg bæting á Íslandsmeti og fær 2 Íslandsmet fyrir það, 212,5kg í réttstöðulyftu sem færði honum 542,5kg í samanlögðum árangri sem er líka 2,5kg bæting á Íslandsmeti

Glæsilegur árangur hjá Hilmari Símonarsyni.

Heimild og mynd: Fréttasíða Kraftlyftingafélags Ólafsfjarðar