Súkkulaðikaka með Baileys ganache (fyrir 8-10)

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 200 g smjör
  • 250 g sykur
  • 5 egg, hrærð léttilega saman
  • 1 msk hveiti

Bræðið smjörið í potti og bætið svo hökkuðu súkkulaði í pottinn. Hrærið í pottinum þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Takið pottinn af hitanum og hrærið sykri í blönduna. Bætið eggjunum smátt og smátt út í og að lokum er hveitinu hrært saman við.

Setjið deigið í ca 22 cm kökuform, sem hefur verið klætt með bökunarpappír, og bakið á blæstri i um 25 mínútur við 180°. Passið að baka kökuna ekki of lengi, hún á að vera blaut í sér.

Baileys ganache:
250 g rjómasúkkulaði
1 dl rjómi
1 dl Baileys
smá salt
10 g smjör

Hakkið súkkulaðið og setjið í skál. Setjið rjóma, Baileys og salt í pott og hitið að suðu. Hellið blöndunni strax yfir súkkulaðið og látið standa í 1 mínútu. Hrærið svo saman þar til blandan er slétt. Hrærið smjöri saman við. Það getur verið gott að nota töfrasprota til að fá mjúka áferð en það er ekki nauðsynlegt.

Kælið blönduna, hún þykknar við það. Smyrjið yfir kökuna og skreytið að vild.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit