Veðurblíða var víða um land í gær á sumardaginn fyrsta og nutu margir landsmenn þess að vera utandyra.

Á facebook síðu Veðurstofunnar var ritað:
“Í morgun reis sól í gegnum rykmistur ættað frá Sahara-eyðimörkinni og bauð sumarið velkomið. Blessuð sólin sást þó ekki eins vel í Reykjavík eins og spáð var í gær og er það líklega afríska rykmistrinu um að kenna.”

Á Hvammstanga fór hitastigið upp í 23,1 °C á hitamæli Ráðhússins kl. 14:15. (forsíðumynd).

Hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík, 13,5 °C frá árinu 1998 féll, en það var þó ekki eins hátt og hitinn á Hvammstanga, heldur aðeins 14.1 °C.

Hitinn varð 18,7 °C á Blönduósi og 18,5 °C á Reykjum í Hrútafirði. (blika.is)