Hljómsveitin Brek verður með tónleika á Kaffi Klöru í Ólafsfirði föstudagskvöldið 2. júlí kl. 20:30.
Hljómsveitin Brek gaf út fyrir skömmu sína fyrstu breiðskífu, en platan inniheldur 11 frumsamin lög og kom út á vínyl og geisladisk þann 25. júní síðastliðinn.
Til að fylgja plötunni eftir mun hljómsveitin halda í tónleikaferð um landið og koma víða við.
Meðlimir BREK eru:
Harpa Þorvaldsdóttir- söngur og píanó
Jóhann Ingi Benediktsson – gítar og söngur
Guðmundur Atli Pétursson – mandólín og bakraddir
Sigmar Þór Matthíasson – kontrabassi og bakraddir
Hljómsveitin Brek í tónleikaferðalag í tilefni af nýrri plötu
Brek er nýleg hljómsveit sem stofnuð var haustið 2018.
Lög sveitarinnar eru sungin á íslensku en hún leggur áherslu á að nota fjölskrúðugt orðbragð og nýta þannig hinn mikla og fallega orðaforða sem íslenskan hefur upp á að bjóða.
Áhrif tónlistarinnar koma úr ýmsum áttum en Brek vill leitast við að tvinna þeim saman í sinn hljóðheim og leitast þannig við að brjóta niður múra á milli tónlistarstefna ásamt því að tengja íslenskan þjóðlagaarf við aðrar tegundir þjóðlagatónlistar. Íslenska texta og raddir í bland við samspil rytmísks og dínamísks samtals hljóðfæranna notar Brek til að drífa tónlistina áfram.
Brek hlaut eina tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum plata ársins, þjóðlagatónlist.
Tónlist sveitarinnar hefur einnig ómað á öldum ljósvakans undanfarið.