Áhrifavaldar? Hvað er það og hvað gera þeir?
Mínir áhrifavaldar þegar ég var yngri var alvöru fólk sem gerði alvöru hluti, en ekki fólk sem póstar sömu glamúrmyndinni aftur og aftur í von um að fá eins mörg læk og hægt er.
Mínir áhrifavaldar gerðu uppbyggilega hluti og mörkuðu spor í mitt líf, en ekki einhverja útúrfilteraða gerviímynd.
Ingemar Stenmark, Franz Klammer og fleiri höfðu þau áhrif á mig að mig langaði að verða skíðamaður.
Habbó, Höddi Júll, Tommi Kára og hinir í KS urðu til þess að mig langaði að æfa fótbolta.
Halli Gulli, Gulli Briem, Björgvin Ploder, Fúsi Óttars og allir hinu frábæru íslensku trommarar urðu til þess að mig langaði að verða trommari.
Þetta eru alvöru áhrifavaldar en ekki þetta lið sem lifir í gerviveröld á instagram í von um að fá læk á myndina sína.
Hvað er pointið með þessum svokölluðu áhrifavöldum nú til dags? Hver eru áhrifin og á hvern vilja þau hafa áhrif? Allavega hef ég engin svör við því og sé heldur engan tilgang með því að kalla þetta fólk áhrifavalda.