Fasteignamiðlun kynnir eignina Hólavegur 23, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 213-0443 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hólavegur 23 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 213-0443, birt stærð 124.7 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Umrædd eign er töluvert uppgerð en búið er að taka frárennsli, rafmagn og vatnslagnir. Einnig er búið að skipta út eldhúsinnréttingum, baðherbergi og þvottahúsi. Skipt hefur verið um gólefni að hluta til í eigninni, í andyri, baðherbergi og eldhúsi. Nýjir hitaveituofnar hafa verið settir á neðri hæð eignarinnar en pottofnar eru á efri hæð. Eignin var klædd að utan fyrir rúmum 20 árum síðan og lítur ágætlega út. 
Neðri hæðin samanstendur af stofu/borðstofu, eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi og þvottahúsi. Parket er á stofu og borðstofu. Flísar eru á eldhúsi, hvítar innréttingar, dökk borðplata og frístandandi eyja á hjólum. Baðherbergi er flísalagt með ljósum flísum, innréttingu, flísalögðum walk in sturtuklefa og gólftengdu klósetti. Inn af baðherberginu er þvottahús flotuðu gólfi og innréttingu. Útgangur er úr þvottahúsi inn í rými sem er forskalað og er að hluta til steypt og að hluta timbur. Gólf er steypt. Efri hæðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, mjög rúmgóðri geymslu sem möguleiki á að breyta í herbergi og holi með fataskápum. Efri hæðin er með gömlum gólffjölum á gólfi sem pússaðar hafa verið upp og pappa í lofti. Inn af einu herbergjanna er lítið geymslurými sem hægt væri að stækka herbergið um. 
Fyrir utan inngang eignarinnar er lítill pallur með skjólvegg en bætt hefur verið við hann pergólu sem hægt er að nýta einnig yfir veturinn. Ástand á þaki er ekki vitað en hefur verið í lagi. 

Nánari lýsing: 
Andyri: er lítið með flísum á gólfi og fatahengi. 
Eldhús: hefur verið gert upp með nýlegum hvítum Ikea innréttingum og dökkri viðar boðrplötu. Ljósar flísar á gólfi, hellborð, ofn, vaskur og nýleg blöndunartæki.
Stofa: liggur saman með borðstofu þó er hægt að loka á milli. Parket er á gólfi. 
Svefnherbergi: eru fjögur í eigninni. Eitt er á neðri hæð með parket á gólfi og þrjú á efri hæð með gömlum gólffjölum sem hafa verið pússaðar. 
Baðherbergi: ljósar flísar eru á gólfi og í walk in sturtuklefa. Nýleg blöndunartæki og vaskur, gólftengt klósett og opinni innréttingu. 
Þvottahús: er með flotuðu gólfi, hvítum innréttingum og ljósri borðplötu.
Geymsla: er á tveimur stöðum á efri hæðinni. Annars vegar inn í einu herbergjanna og hins vegar inn í sérrými sem er mjög rúmgott. Sú geymsla hefur ekki verið einagruð og ekki sett gólefni. 
Garður: pallur er fyrir utan inngang með skjólvegg og pergólu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali