9. umferð 3.deild karla fer fram í dag laugardaginn 29. júní hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar klukkan 16:00. Taka þeir á móti Vængjum Júpíters á heimavelli.

Vængir Júpíters hafa byrjað tímabilið nokkuð vel og er liðið með 15 stig eftir 8 leiki og sitja þeir í 5 sæti. Þjálfari Vængja er enginn annar en Tryggvi Guðmundsson sem flestir ættu að kannast við en hann er einn besti framherji sem spilað hefur í íslenskum fótbolta.

Kórdrengir og KV hafa nú þegar unnið sína leiki í 9. umferð og eru KV með 24 stig á toppnum og kórdrengir skutust yfir okkur í KF í annað sætið með 20 stig. KF kemur svo í 3. sæti með einum leik minna með 19 stig.

Þetta verður hörku leikur þar sem Vængir þurfa sigur til að stimpla sig formlega inn í toppbaráttuna og KF þarf sigur til að halda í KV og Kórdrengi.

Heimamenn eru hvattir til þess að mæta og styðja KF til sigurs.

 

Heimild: KF
Forsíðumynd: Guðný Ágústsdóttir