Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni til afleysinga í eldhús.
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni til afleysinga í eldhús, um er að ræða 60% starf í a.m.k. eitt ár.
Hornbrekka er heimili fyrir þá sem hafa mat Færni og- heilsunefndar á þörf fyrir búsetu í dvalar- eða hjúkrunarrými. Í dag búa á Hornbrekku 21 einstaklingar í hjúkrunarrými og 5 í dvalarrými.
Helstu verkefni og ábyrgð starfsins:
- Hæfni í sjálfstæðum vinnubrögðum ásamt frumkvæði, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sveigjanleiki og geta til þess að aðlaga sig síbreytilegum aðstæðum og kröfum sem gerðar eru til starfsins.
- Geti lagað heimilismat, annast bakstur og gengið í almenn eldhússtörf og þrif á rými mötuneytisins.
- Stuðla að góðri samvinnu og hvetur til jákvæðra samskipta milli starfsmanna og mismunandi starfshópa.
- Vinnur á heimili íbúa og kemur fram við þá í samræmi við það.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi SFV og starfsmannafélaga sveitarfélaga.
Umsóknir sendast á netfangið birna@hornbrekka.is
Nánari upplýsingar veitir Birna Sigurveig Björnsdóttir forstöðumaður og hjúkrunarforstjóri í síma 466-4066 / 6635299 eða í gegnum birna@hornbrekka.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.