Í kvöld, þriðjudaginn 31. október kl. 21 verður sérstakur Hrekkjavöku-þáttur á FM Trölla.

Lydia Athanasopoulou

Stjórnandi þáttarins er Lydia Athanasopoulou, en hún er einnig í þann mund að hefja nýjan vikulegan þátt á FM Trölla.

Hrekkjavaka (e. Halloween) er hátíðisdagur haldinn 31. október og á rætur sínar að rekja til keltnesku hátíðarinnar Samhain sem haldin var á þessum tíma árs á öldum áður og var þakkarhátíð fyrir uppskeru sumarsins og haldið upp á komu vetrarins.

Hrekkjavakan er líkt og nýársnótt, jólanótt og Jónsmessunótt það sem kallað er liminal tímabil þegar skilin milli þessa heims og handanheima gliðna svo fólk í mannheimum getur skynjað handanheimsverur sem og handanheimsverur stigið inn í mannheima og atburðir eins og að kýr tali og selir fari úr hamnum eigi sér stað sem og að mögulegt sé á slíkum tímum hægt að spáð í framtíðina með því að komast í samband við handanheima. Slíkar sögur eru til af öllum þessum nóttum og eru þær margar eins eða áþekkar.

Meðal Íra og Skota var hefð fyrir því að brennandi kertum væri komið fyrir í útskornum næpum og einnig fóru bæði unglingar og fullorðnir á milli húsa klæddir búningum með grímur og gerðu öðrum gjarnan einhvern grikk í leiðinni.

Heimild: Íslenskt almanak
Myndir: Lydia Athanasopoulou