Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Græn skref og er þar með þátttakandi nr. 74 í verkefninu.

Græn skref í ríkisrekstri snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Verkefnið byggir á Grænum skrefum Reykjavíkurborgar þar sem rúmlega 100 vinnustaðir hafa stigið skrefin, sem innleidd eru í fjórum áföngum.

Aðalmarkmiðið er að gera starfsemi ríkisins umhverfisvænni, draga úr rekstrarkostnaði og auka vellíðan starfsmanna og eru Grænu skrefin leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum.

Aðgerðirnar miða einkum að venjulegri skrifstofustarfsemi og hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna, ímynd stofnana og draga úr rekstrarkostnaði.

Stýrihópur um vistvæn innkaup þróaði og setti af stað þetta verkefni en það fór formlega af stað árið 2014.
Verkefnið er í umsjón Umhverfisstofnunar og fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

Mynd: HSN