Í vikunni fóru þeir Erlendur Guðmundsson, Steinn Karlsson og Valur Smári Þórðarson á vegum
Hafnasamlags Norðurlands út í Grímsey.

Fóru þeir að huga að hafnarmannvirkjum þar. m.a. strekktu þeir á flotbryggju, rafmagn var lagfært á ljósamöstrum og innsiglingarljósum, einnig hengdu þeir upp dekk á ný sem voru dottin niður ferjurampinn.

Vegna veðurs náðist ekki að að koma nema einu ljósamastri og öðru innsiglingarljósinu á, en von er til þess að það komist í lag innan skamms.

Hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru við viðgerðirnar úti í Grímsey.

Myndir/Valur Smári Þórðarson