Staðnemar og starfsmenn MTR fögnuðu tilslökun sóttvarnarreglna og frjálslegri samskiptum í síðustu viku.
Nemendur nutu fræðslu um kynlíf, kynhneigðir, kynheilbrigði og getnaðarvarnir hjá Ástráði kynfræðslufélagi læknanema við Háskóla Íslands.
Tímasetningin var tilviljun og engin bein tengsl á milli tilslökunarinnar og fræðslunnar, sem raunar fór fram á zoom. En nemendur tóku virkan þátt með aðstoð tækninnar og þar sem athöfnin fór fram í hádeginu var pizza í boði.
Myndir: GK
Skoða á vef Menntaskólans á Tröllaskaga