Föstudaginn 5. okt. ráku Hvammstangabúar upp stór augu þegar búið var að breyta hinu rótgróna nafni Kaupfélags Vestur-Húnvetninga  í Kaupfélag Erpsfirðinga.

Ekki var þó mikil alvara á ferðum því þarna var kvikmyndagerðar fólk að verki.

Til gamans má geta þess að Kaupfélag Vestur-Húnvetninga var stofnað 29. mars 1909 og er því 109 ára.

 

 

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Sigurvald Ívar Helgason