Botn:

250 g lífrænt spelt
3 tsk. vínsteinslyftiduft (má sleppa)
1/2 – 1 tsk. sjávarsalt
1-2 tsk. óreganó
3 msk. kaldpressuð ólífuolía (ég var með kaldpressaða hvítlauksólífuolíu)
135-150 ml. heitt vatn
Sjóðið vatnið. Blandið þurrefnum saman. Setjið olíu og vatn út í þurrefnin og hrærið saman í deig (tekur stutta stund, ekki hnoða of lengi). Þetta deig dugar í 4 þunnar pizzur og það er best að forbaka botnana í 4-5 mínútur við 180° Yfir pizzusuna:

2 kúlur ferskur mozzarella
tómatar (ég var með litla)
1/2 – 1 avokadó
handfylli af ferskri basilíku
grænt pestó
salt og pipar
Setjið helminginn af deiginu í 30 cm. steypujárnspönnu (eða fletjið deigið út á ofnplötu) og bakið við 220° í 4-5 mínútur. Stráið þá rifnum ferskum mozzarella og tómötum yfir og bakið áfram þar til osturinn hefur bráðnað. Skerið avokadó í sneiðar og setjið yfir pizzuna ásamt ferskri basilíku og doppum af pestó. Sáldrið góðri hvítlauksolíu yfir, kryddið með sjávarsalti og svörtum pipar og berið fram.

 

 

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit