Hvítlauksbrauðstangir
- tilbúið pizzadeig
- 1 msk smjör, brætt
- 1 hvítlauksrif, fínhakkað
- 1/2 bolli rifinn mozzarella
- 1 msk parmesan
- 1 msk þurrkuð basilika
- salt og pipar eftir smekk
Hitið ofn í 220°. Hrærið brætt smjör og hvítlauk saman í skál og penslið yfir pizzabotninn. Stráið osti og kryddum yfir botninn. Skerið pizzabotninn í stangir en takið þær ekki í sundur. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og fengið fallegan lit. Skerið aftur í brauðstangirnar til að taka þær í sundur.
Berið heitar fram eins og þær eru eða með sósu að eigin vali.


Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit