Um helgina var opin handavinnusýning á Dalbæ, Dalvík.

Í dag, mánudaginn 27. maí er sýningin opin frá kl. 13 til 17 og er það jafnframt lokadagur sýningarinnar.

Það er félagsstarf eldri borgara og öryrkja sem stendur að sýningunni og þar gefur að líta allskonar handavinnu, allt frá handmáluðum handklæðum til gullfallegra skartgripa.
Um afar vandaða og vel skipulagða sýningu er að ræða.

 

 

 

Sjá einnig dalvikurbyggd.is þar sem sjá má miklu fleiri myndir.