Þjóðaskrá Íslands var að gefa út Íbúafjölda eftir sveitarfélögum í janúar 2021.
Þar má sjá að íbúum í Fjallabyggð hefur fækkað um 20 manns frá 1. desember 2019. Eru þá íbúar Fjallabyggðar þann 1. janúar 2021, 1987 manns.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar sl. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa.
Hlutfallslega mest fjölgun í Fljótsdalshreppi
Þegar horft er til alls landsins þá hefur íbúum Fljótsdalshrepps fjölgað hlutfallslega mest síðastliðið ár eða um 14,0% en íbúum þar fjölgaði þó einungis um 12 íbúa eða úr 86 í 98 íbúa. Íbúum fækkaði hlutfallslega mest í Reykhólahreppi um 9,9% og Svalbarðsstrandarhreppur um 8,5%. Þá fækkaði íbúum í 27 sveitarfélagi af 69 á ofangreindu tímabili.
Fækkun í einum landshluta
Lítilsháttar fækkun varð á Vestfjörðum. Fækkunin á Vestfjörðum nam 0,1% eða um 7 íbúa.
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,5% eða um 3.495 íbúa. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Suðurlandi eða um 1,8% eða um 570 íbúa.
Hér er skrá yfir fjölda íbúa eftir sveitafélögum og samanburð við íbúatölur frá 1. desember 2018 og 2019.