Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20:00 verða Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Húsið opnar kl. 19:45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn.
Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ferðast nú um landið og fagna 20 ára vináttu og samspilsafmæli með tónleikum.
Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João Gilberto, einn upphafsmanna Bossa Nova tónlistar. Gilberto fann upp nýja aðferð við að syngja og spila á kassagítar á fimmta og sjötta áratugnum, sem síðar varð frægt og nýtur virðingar um allan heim. Prógram Ife og Óskars inniheldur einnig brasilíska tónlist með jazz, rokk, barrokk og rómantískt klassísku ívafi.
Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João Gilberto, einn upphafsmanna Bossa Nova tónlistar. Gilberto fann upp nýja aðferð við að syngja og spila á kassagítar á fimmta og sjötta áratugnum, sem síðar varð frægt og nýtur virðingar um allan heim. Prógram Ife og Óskars inniheldur einnig brasilíska tónlist með jazz, rokk, barrokk og rómantískt klassísku ívafi.