Trölli.is var í sambandi við tæknimenn Símans í dag, þar sem fram kom að minnst 10 nettengingar á Siglufirði duttu út í gærmorgun vegna þess að símastrengur fór í sundur í vantsveðrinu.

Sambýlið og leikskólinn á Siglufirði eru sambandslaus þegar þetta er ritað, sem hefur þær afleiðingar að stofnanirnar hafa ekki símasamband, brunavarnir eru sambandslausar við Securitas.

Bryndís Hafþórsdóttir forstöðumaður hjá Sambýlinu sagði í samtali við Trölla að þetta væri mjög slæmt, sérstaklega varðandi öryggismálin.

Starfsmenn Tengils ehf eru að vinna að lagfæringu, en það gæti tekið tíma.