Í dag föstudaginn 15. júlí er sögustund fyrir börn á Ljóðasetri Íslands á Siglufirði.

Stundin verður krydduð ljóðalestri í léttum dúr og svo ætlum við líka að búa til okkar eigin sögu. Börn á öllum aldri velkomin að hlýða á, taka þátt og njóta.

Kjörbúðin býður upp á hressingu – Barnamenningarsjóður styrkir barnastarf á Ljóðasetri í sumar.

Mynd/Ljóðasetur Íslands