Zipline Akureyri er búið að opna og nú geta Akureyringar, gestir og nærsveitamenn rennt sér eftir Ziplínum þvers og kruss yfir Glerá og í Glerárgili.

Opið er fyrir bókanir í júlí, ágúst og byrjun september á heimasíðu fyrirtækisins. Skemmtunin er sögð tilvalin fyrir fjölskyldur, ættamót, starfsmannahópa, saumaklúbba, pör og einstaklinga.

Fimm Ziplínur eru í leiðangrinum niður Glerárgil.

Sjá nánar á facebooksíðu Zipline.

Mynd/ af facebooksíðu Zipline