Á laugardaginn fór fram fyrsta Innanfélagsmót SSS í Alpagreinum þennan veturinn.

Tæplega 20 iðkendur í 4. bekk og eldri tóku þátt og var keppt í svigi. Hjá 3. bekk og yngri var rennsli þar sem 8 krakkar mættu.

Næsta mót er Jónsmótið á Dalvík sem fram fer næstu helgi og eru 20 iðkendur frá SSS skráðir.

Meðfylgjandi eru myndir af hópunum frá því á laugardaginn.

Myndir/SSS