Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnti að um helgina hafi þeim verið að berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra, í og við íbúðarhús sem og sveitabæi.

Minnir þetta talsvert á stöðuna sem upp kom hér fyrr á árinu þar sem óprúttnir aðilar fóru víða um í ýmis húskynni í þeim erindagjörðum að ná sér í verðmæti og voru flestir þeirra af erlendu bergi brotnir.

Tvær tilkynningar hafa borist þar sem brotist hefur verið inn í íbúðarhús og einhverju stolið.

Benda þeir almenningi á að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir og ef um ökutæki er að ræða er afskaplega gott að skrá niður hjá sér skráningarnúmer þeirra.

 

Mynd: pixabay