Um helgina, eða þann 10. nóvember tók Guðni Brynjar Guðnason formlega við verðlaunum, sem Íslandsmeistari í Götuspyrnu í 6 strokka flokki.

Guðni Brynjar Guðnason
Guðni Brynjar er hæglátur maður en lætur mikið til sín taka þegar hann er kominn undir stýrið á BMW bílnum sínum, sem hann hefur gert allan upp og sér-útbúið fyrir keppnir í Götuspyrnu.

.
Þeir feðgar Guðni Brynjar og faðir hans Guðni Sveinsson eru báðir miklir bílakallar og þekktir fyrir að gera kraftaverk á alls konar bílum og öllu sem því tilheyrir. Feðgarnir eru með aðstöðu sína á Siglufirði.

.
Trölli.is óskar Guðna til hamingju með titilinn.