Íþróttamaður ársins var valinn Hilmar Símonarson kraftlyftingamaður frá Kraftlyftingafélagi Ólafsfjarðar eins og Trölli.is sagði frá í gær.
Athöfnin þar sem íþróttamaður Fjallabyggðar 2021 var útnefndur og gerð var grein fyrir vali á besta og efnilegasta íþróttafólki hverrar greinar var rafræn í ár og send út á facebook síðu UÍF í gærkvöldi, miðvikudaginn 9. febrúar.
Athöfnin fór fram í Kiwanissalnum á Siglufirði og voru þeir einungis viðstaddir sem tilnefndir voru í einstökum íþróttagreinum ásamt boðsgestum og þeim sem komu að framkvæmd athafnarinnar.
Það voru Kiwanisklúbburinn Skjöldur og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar sem stóðu að athöfninni líkt og undanfarin ár.
Besta íþróttafólk hverrar greinar, 19 ára og eldri:
Blak: Dagný Finnsdóttir, BF
Boccia: Kristín A. Friðriksdóttir, Snerpa
Golf: Sigurbjörn Þorgeirsson, GFB
Knattspyrna: Ljubomir Delic, KF
Kraftlyftingar: Hilmar Símonarson, KFÓ
Ungur og efnilegur, 13 – 18 ára:
Badminton: Alex Helgi Óskarsson, TBS
Blak: Agnar Óli Grétarsson, BF
Golf: Unnteinn Sturluson, GFB
Knattspyrna: Agnar Óli Grétarsson, KF
Skíði: Dawid Saniewski, SÓ
Ung og efnileg, 13 – 18 ára:
Badminton: Hrafnhildur E. Ingvarsdóttir, TBS
Blak: Ísabella Ósk Stefánsdóttir, BF
Golf: Sara Sigurbjörnsdóttir, GFB
Knattspyrna: Þórný Harpa Heimisdóttir, KF
Skíði: Ragnhildur V. Johnsdóttir, SÓ
Viðurkenning til íþróttamanns frá Fjallabyggð sem náð hefur afburðaárangri fyrir félag utan héraðs:
Sólrún Anna Ingvarsdóttir A-landsliðskona í badminton.
Heiðursviðurkenning fyrir fórnfúst starf að íþróttamálum í Fjallabyggð:
Þórarinn Hannesson
Íþróttamaður ársins í Fjallabyggð
Forsíðumynd/Ísabella Ósk Stefánsdóttir, Dagný Finnsdóttir, Agnar Óli Grétarsson. Af vefsíðu Blakfélags Fjallabyggðar