Eins og lesendum er kunnugt hefur val á manni ársins farið fram á Trölla.is og urðu þær Anita Elefsen og Ida Semey hlutskarpastar úr hópi samborgara sinna.

Góð þátttaka var í tilnefningum og afar ánægjulegt að sjá hin jákvæðu ummæli sem fylgdu með öllum nöfnum sem send voru inn.

Nokkrir af þessum aðilum fengu margar tilnefningar þótt hér fylgi aðeins einn rökstuðningur af handahófi með hverjum og einum.

Ljóst er þegar litið er á þessa upptalningu að við búum í góðu samfélagi með fjöldann allan af einstaklingum sem vinna af heilindum fyrir heildina.

 

Meðal þeirra sem hlutu tilnefningar voru.

 

Guðlaugur Magnús Ingason

  • Kempa mikil.

 

Kristján Hauksson

  • Vinur ötult starf í þágu bæjarins og drifkraftur fyrir skíðafélagið.

 

Bjarney Lea Guðmundsdóttir

  • Ferðamálafrumkvöðull í markaðssetningu og drífandi í öllu sem hún er í. Lætur samfélagið sig varða og gerir allt til að gera hlutina auðveldari fyrir hina.

 

Lára Stefánsdóttir

  • Frábært starf í MTR

 

Tómas A Einarsson

  • Fyrir það mikilvæga verk að búa til vettvang þar sem fólk gat kynnt sér staðreyndir og skoðanir um fræðslustefnu Fjallabyggðar á málefnalegan og uppbyggilegan hátt. Tómas náði að koma umræðu um eldfimt málefni upp á það plan að leikmenn sem aðrir gátu kynnt sér málið og tekið upplýsta og yfirvegaða ákvörðun fyrir íbúakosninguna.

 

Helgi Jóhannsson

  • Jólakvöld og áhugi á uppbyggingu Ólafsfjarðar.

 

Hilmar Símonarson

  • íslandsmeistari í kraftlyftingum.

 

Elsa Guðrún Jónsdóttir

  • Flott íþróttakona.

 

Gunnar Sigvaldason

  • Útgerðarmaður sem hefur átt farsælan feril ì atvinnulífinu og stutt vel við samfélagið.

 

Guðni Brynjar Guðnason

  • Íslandsmeistari í Götuspyrnu 6 cyl flokki.

 

Hrólfur Siglfirðingur Baldursson

  • Vegna þess að hann gerir Siglufjörð að enn betri bæ, alla daga.

 

Sigmar Bech

  • Fyrir Harbour House Café sem er ótrúlegt innlegg í menningarlífið.

 

Róbert Guðfinnsson

  • Vegna uppbyggingarinnar sem hann hefur staðið fyrir.

 

Guðmann Sveinsson

  • Frábær manneskja.

 

Árni Heiðar

  • Siglóvélar.

 

Gunnar Birgisson

  • Maður framkvæmda.

 

Elías Þorvaldsson

  • Hann er búinn að semja ótal lög fyrir Siglufjörð og stjórnar Karlakórnum eins og honum einum er lagið.

 

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

  • Menningarstarf

 

Kristin og Gunnar, kölluð Tröllahjón

  • Vegna góðrar fréttaþjónustu á Trolla útvarpstöð

 

Egill Rögnvaldsson

  • Fyrir frábæra þjónustu og gott viðmót við golf- og skíðafólk. Hann býr til gott orðspor fyrir bæinn sinn sem kemur samfélaginu til góða og eykur komu ferðamanna til Fjallabyggðar.

 

Anna Hermína Gunnarsdóttir

  • Í nokkur ár hefur hún staðið fyrir jólagjafa söfnun til þeirra sem minna mega sín… Mér finnst þetta virkilega falleg gjöf til samborgara okkar sem eru í nauð. Hún á skilið mun meira hrós fyrir þetta en hún fær.

 

Haukur Orri Kristjánsson

  • Besta hjartað.

 

Vibekka Arnardóttir

  • Lætur hlutina gerast tengt starfinu sem hún er í og þá sérstaklega að rífa það í gang að koma með leikskólabörn yfir í íþróttaskóla á hverjum föstudegi hvort sem hún er ein eða ekki

 

Margrét Einarsdóttir

  • Brosandi alla daga.

 

Gestur Hansson

  • Hefur tekist að nýta sögu Siglufjarðar, umhverfi og fjörðinn sjálfan til að draga að ferðamenn og koma staðnum á kortið sem áhugaverður áfangastaður.

 

Rut Viðarsdóttir

  • Fyrir einstaka framkomu og hjálpsemi til náungans. Bros hennar fær fólk til að rétta úr baki og gleðjast.

 

Ólöf Kristín Daníelsdóttir

  • Vegna þess ađ hùn getur bùiđ með Hrólfi…..(semsagt mér).

 

Ólöf Helga Helgadóttir

  • Hún er besti heftari sem unnið hefur í Tunnunni

 

Hrönn Hafþórsdóttir

  • Hún er bara svo einstök krafta kona í sínu starfi í bókasafni Fjallabyggðar.


Sturlaugur Kristjánsson

  • Flottur hljómlistamaður

 

Guðmann Sveinsson

  • Frábær manneskja.

 

Þórarinn Hannesson

  • Söfnun til styrktar fjölskyldna.

 

Daníel Pétur Baldursson

  • Vegna framlags og vel unna vinnu við matargerð á Torginu.

 

 

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir