Fjallabyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í Fjallabyggð sem hafa áhuga á að vera með í að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins.

Skráningarfrestur er til og með 24. nóvember. Tekið er við skráningu hér.


Gjafabréfin virka sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Fjallabyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Fjallabyggðar gegn framvísun gjafabréfsins. Mælst verður til þess að handhafar gjafabréfa noti þau á tímabilinu 1. desember 2021 til og með 20. janúar 2022 en þau falla þó ekki úr gildi á árinu.  

Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að viðkomandi sé með starfsemi í Fjallabyggð. 

Einnig er hægt að senda póst á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Sif Guðbrandsdóttir í síma 464-9100