Á morgun, fimmtudaginn 5. desember, verður hið árlega jólakvöld á Siglufirði frá kl. 19 til 22.

Þá verður lengri opnunartími hjá eftirtöldum verslunum:

Aðalbakarí, Apótekið, Frida Súkkulaðikaffihús, Harbour House Café, Hjarta bæjarins, Segull 67, Sigló hótel, Siglósport, Torgið.

Í SR Byggingavörum verða eftirtaldir:

Kjólakistan, Snyrtistofa Hönnu, Sirrý hár, Hrímnir hár- og skeggstofa.

Góð jólatilboð í gangi, gjafavörur, fatnaður, snyrtivörur, jólabakstur, ýmsar jólavörur og margt, margt fleira.

Sjón er sögu ríkari. Notaleg jólastemming með ljúfum tónum og léttum veigum.