Húnaþing vestra vil benda foreldrum/forráðamönnum sem eiga eftir að nýta frístundakortið 2019 að gera það fyrir áramót.

Heimilt er að nýta frístundarkortið til starfsemi íþróttafélaga og skipulagðs félags- og tómstundastarfs í Húnaþingi vestra sem greitt er fyrir með þátttökugjöldum. Styrkurinn getur náð til allrar frístundaiðkunar, þ.m.t. tónlistarnáms.

Reglur um notkun frístundakortanna er að finna inn á heimasíðu sveitarfélagsins undir reglugerðir og samþykktir.

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Húnaþings vestra í síma 455-2400.