Hinir árlegu Jólatónleikar Jólahúna verða nú um helgina, í Ásbyrgi Laugarbakka, Félagsheimilinu Blönduósi og í Fellsborg Skagaströnd.
Tvennir Jólatónleikar Jólahúna verða í Félagsheimilinu Ásbyrgi Laugarbakka Miðfirði, föstudaginn 6.des.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17:00 og þeir seinni kl. 20:00.
Listafólk úr héraði flytur vandaða dagskrá jólalaga. Í hléi sér kvenfélagið um veitingar, kakó, smákökur og ilmandi jólaglögg.
Á jólahlaðborði í Félagsheimilinu Blönduósi laugardaginn 7. desember.
Í Fellsborg á Skagaströnd sunnudaginn 8. des. kl. 17:00.
Listafólk úr héraði flytur vandaða dagskrá jólalaga. Í hléi verða veitingar að hætti hússins: kakó, smákökur og jólaglögg. Ávarp leikmanns verður á sínum stað.
Einkunnarorð tónleikanna eru enn sem fyrr: “samstaða og kærleikur”.
Eigum huggulega stund saman í aðdraganda jóla.