Undanfarin tvö ár hefur starfsfólk Bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi staðið að styrktarverkefninu Vertu kaldur sem hugsað er til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.

Í gær færði starfsfólk Kalda, Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis myndarlegan styrk að verðmæti 2.500.000 kr. en þessi upphæð safnaðist með ágóða af verkefninu sem samanstendur af sölu á Vertu kaldur léttbjórnum frá Bruggsmiðjunni auk fallegra armbanda sem starfsfólkið hannaði og lét framleiða fyrir sig. Þess má geta að árið 2018 skilaði verkefnið styrk að verðmæti 1.800.000 kr.

Í tilkynningu á facebook-síðu Bruggsmiðjunnar kom starfsfólk Bruggsmiðjunnar á framfæri þakklæti til allra þeirra sem veittu þeim lið og hjálpuðu þeim að styrkja það frábæra starf sem félagið heldur uppi.

 

Heimild og mynd: Dalvíkurbyggð