KF 3 – 1 Einherji
0-1 Gunnlaugur Bjarnar Baldursson (’29)
1-1 Grétar Áki Bergsson (’33)
2-1 Austin Diaz (’72)
3-1 Halldór Logi Hilmarsson (’78)
KF hafði betur gegn Einherja þegar liðin mættust í 3. deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram á Ólafsfjarðarvelli.
Það voru gestirnir frá Vopnafirði sem náðu forystunni þegar Gunnlaugur Bjarnar Baldursson skoraði á 29. mínútu. Forysta Einherja var ekki langlíf þar sem Grétar Áki Bergsson jafnaði fyrir heimamenn á 33. mínútu.
Seinni hálfleikurinn var í járnum fram á 72. mínútu en þá skoraði Bandaríkjamaðurinn Austin Diaz, sem gekk í raðir KF á dögunum. Halldór Logi Hilmarsson bætti við marki nokkrum mínútum síðar og gerði út um leikinn.
Hvað þýða þessi úrslit?
KF er komið upp í sjöunda sæti með 16 og fjarlægist fallpakkann. Einherji er með 18 stig í fjórða sæti.
Frétt: Fótbolti.net