Miðvikudagskvöldið 22. febrúar sl. komu Kíwanismenn færandi hendi í félagsmiðstöðina Neon. Kíwanisklúbburinn Skjöldur afhenti félagsmiðstöðinni tvær Playstation 5 tölvur og smart skjávarpa að gjöf. Agnar Óli Grétarsson, fulltrúi Neonráðs tók við gjöfinni fyrir hönd unglinga í Neon og þakkaði Kíwanis fyrir höfðinglega gjöf.
Það má með sanni segja að félagsmiðstöðin njóti velvildar og gjafmildi félagasamtaka því fyrr í vetur færði Rótarýklúbburinn í Ólafsfirði félagsmiðstöðinni 75” sjónvarp að gjöf.
Félagsmiðstöðin og unglingarnir í Fjallabyggð eru afar þakklátir Kíwanis fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Hún mun nýtast þeim vel og með tilkomu nýju playstationtölvanna er nú búið að endurnýja allar leikjatölvur.
Á meðfylgjandi forsíðumynd eru taldir frá vinstri: Sigurður Hafliðason, Konráð Baldvinsson forseti Kíwanisklúbbsins, Agnar Óli Grétarsson, Ólafur Baldursson og Guðmundur Skarphéðinsson.