Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónaveirunnar var staðfest á Gran Canaria síðdegis í dag.

Hospital Universitario Insular staðfesti að Ítalskur ferðamaður hefði reynst jákvæður. Hann er nú er í einangrun en sagður einkennalítill.

Einnig greindist nýtt tilfelli á La Laguna, Tenerife í dag og eru þá 10 tilfelli staðfest á Kanaríeyjum.

La Provincia greindi frá þessu nú síðdegis.