Samkvæmt reglum Dalvíkurbyggðar um kjör á íþróttamanni ársins skal fara fram íbúakosning sem gildir á móti kosningu aðal- og varamanna í íþrótta- og æskulýðsráði. Kosning fer fram með þeim hætti að allir sem eru orðnir 15 ára geta kosið og er það gert í gegnum Mína Dalvíkurbyggð.

Þú byrjar á að kynna þér upplýsingar um tilnefnda aðila hér.
Síðan ferð þú inn á íbúagátt Dalvíkurbyggðar og kýst þann aðila sem þú telur eiga skilið að hljóta titilinn „íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2019“.

Þú kemst inn á íbúagáttina með því að smella hér.

Hægt verður að kjósa um íþróttamann ársins til og með sunnudagsins 12. janúar 2020.

Samanlögð kosning íbúa og fulltrúa í íþrótta- og æskulýðsráði mun svo ráða úrslitum um það hver verður kjörinn. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins er að finna hér.

Kjöri á Íþróttamanni Dalvíkurbyggðar verður lýst við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Bergi þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 17:00.

TilnefningarÍþróttagrein
Amanda Guðrún BjarnadóttirGolf
Andrea Björk BirkisdóttirSkíði
Elín Björk UnnarsdóttirSund
Ingvi Örn FriðrikssonKraftlyftingar
Svavar Örn HreiðassonHestar
Sveinn Margeir HaukssonKnattspyrna