Kvenfélagið Baldursbrá á Akureyri afhenti á dögunum lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri höfðinglega gjöf sem mun nýtast aðstandendum sjúklinga í líknarrýmum deildarinnar.

Gjöfin samanstóð af ferðarúmi fyrir aðstandendur, tveimur yfirdýnum, tveimur standlömpum, tveimur settum af rúmfötum og tveimur saltlömpum.

Markmið gjafarinnar er að bæta aðstöðu og vellíðan þeirra sem dvelja hjá sínum nánustu á erfiðum stundum. Sjúkrahúsið á Akureyri þakkar Kvenfélaginu Baldursbrá innilega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Mynd/SAk