Karen Sif Róbertsdóttir er 40 ára Ólafsfirðingur sem er búsett á Siglufirði. Sambýlismaður Karenar er Hilmar Þór Hreiðarsson sjúkraflutningamaður og samanlagt eiga þau 5 börn á aldrinum 10 – 20 ára.
Karen er með iðnpróf úr grafískri miðlun og stúdentspróf en Karen flutti frá Reykjavík haustið 2019 og síðan þá hefur hún starfað á Höllin Veitingahús á Ólafsfirði og sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvarinnar Neon i Fjallabyggð en sl. haust þá hóf hún störf sem frístundaleiðbeinandi við Grunnskólann á Siglufirði.
Helstu áhugamál Karenar eru útivist, ferðalög, líkamsrækt og eyða tíma með fjölskyldu og vinum. Þá reynir hún að vera dugleg við að fara til Reykjavíkur þar sem báðar dætur hennar eru búsettar.
Frístunda og tómstundamál eru Karen ofarlega í huga og helst myndi hún vilja sjá aukna starfsemi t.d. í Neon eftir skóla fyrir börn og unglinga.
Einnig vill hún leggja sitt af mörkum við að byggja upp samfélagið svo að það verði sem best fyrir alla.