Þær ánægjulegu fréttir bárust frá Ungmennafélagi Íslands í gær að samþykkt var að úthluta Landsmóti 50+ árið 2025 til UÍF með mótsstöðum á Siglufirði og Ólafsfirði.
Við undirbúning og framkvæmd er gert ráð fyrir miklu samstarfi aðildarfélaga UÍF, UMFÍ, Fjallabyggðar og UÍF, og hlakka allir til að takast á við þetta spennandi verkefni.
Mótið mun án efa verða mikil lyftistöng fyrir íþróttalíf í Fjallabyggð og tækifæri fyrir UÍF og íþrótta- og ungmennafélögin í bæjarfélaginu að gera þetta að einstöku móti fyrir þáttakendur, gesti og íbúa.
Mótið fer fram sumarið 2025 og verður keppt í ýmsum greinum, ræðst val þeirra af þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er í Fjallabyggð.