Vakin er athygli á auglýsingum á Starfatorgi, þar sem auglýstar eru þrjár lausar stöður rannsóknarlögreglumanna á Akureyri, eina stöðu aðalvarðstjóra á Akureyri og eina stöðu lögreglumanns með starfsstöð á Húsavík.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Um stöðuna á Húsavík má þó geta þess að heimilt er að ráða ófagmenntað fólk til tímabundinna afleysingastarfa ef ekki sækja um fagmenntaðir einstaklingar.
Hér að neðan er hlekkur á síðu til að leggja inn umsókn.
Takið eftir að umsóknarfrestur vegna stöðunnar á Húsavík rennur út á miðnætti í dag, 07.12.2022. Umsóknarfrestur vegna hinna starfanna er til miðnættis annað kvöld þannig að þið hafið afar skamman tíma til að leggja drög að því að ganga til liðs við frábæran hóp starfsmanna í framsæknu lögregluliði.
https://www.stjornarradid.is/…/laus-storf…/auglysing/…
https://www.stjornarradid.is/…/laus-storf…/auglysing/…
https://www.stjornarradid.is/…/laus-storf…/auglysing/…