Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um afpöntun og aflýsingu pakkaferða vegna COVID-19.

Með leiðbeiningum þessum vill Neytendastofa skýra stöðu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda eða smásala pakkaferða vegna afpöntunar eða aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19.

Tilefni útgáfu leiðbeininganna er erfið staða ferðaþjónustunnar og óviss staða margra ferðamanna um rétt til endurgreiðslu á því sem ferðarmaður hefur greitt fyrir pakkaferð vegna þessara aðstæðna.

Neytendastofa hvetur ferðaskrifstofur og ferðamenn til að kynna sér leiðbeiningarnar.

Leiðbeiningarnar má finna hér.

Umsagnir eru á ábyrgð þess sem ritar - Trölli áskilur sér rétt til að eyða óviðeigandi ummælum.