Fjallabyggð býður uppá Lista- og menningargöngu um Siglufjörð fimmtudaginn 6. desember nk. frá kl. 18:00 til rúmlega 20:00.
Gangan hefst á Ráðhústorginu kl. 18:00.
Vakin er athygli á að kl. 17:00 mun starfsfólk Síldarminjasafnsins kynna nýútgefna bók safnsins, Siglufjörður. Ljósmyndir/Photographs 1872-2018 í Gránu.
Því er tilvalið fyrir áhugasama að byrja í Gránu og sameinast svo listagöngunni kl. 18:00 á Ráðhústorginu.
Kíkt verður í heimsókn til eftirtalinna aðila og gert ráð fyrir að hver heimsókn taki um 10 mínútur.
18:00-18:10 Ljóðasetur – Opið hús
18:15-18:25 Alþýðuhúsið – Kompan, Sýningaropnun jólasýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur
18:30-18:40 Fríða – Súkkulaðikaffihús – Opið hús
18:50-19:00 Gallerí Imba – Fossvegi 33
19:10-19:20 Ljósmyndasögusafnið
19:25-19:35 Iðjan Dagvist – Opið hús
19:40-19:50 Vinnustofa Abbýjar – Jólamarkaður opið hús
19:55-20:05 Söluturninn í Ytrahúsi: Listsýning Arnars Herbertssonar
20:05-20:15 Sjálfsbjörg Siglufirði – Opið hús
Kl. 19:00-22:00 Jólakvöld á Siglufirði – lengri opnunartími verslana víðs vegar um bæinn.