Aþena Marey Jónsdóttir, nemandi MTR, er stödd í Kína þar sem hún er að keppa ásamt fimm öðrum Íslendingum á snjóskautum.

Þetta eru fjórar mótaraðir á heimsmeistaramótinu og er þetta fyrsta mótið. Keppendur safna sér stigum á öllum mótunum og í lokin skýrist hver vinnur.

Aþena Marey sýndi heldur betur hvað í henni býr þegar hún náði öðru sæti í “race” eða hraðaþraut þar sem einn fer í einu og tveir fremstu komast í úrslit. Sú sem hreppti fyrsta sætið er frá Austurríki og sú sem varð í þriðja sæti kom frá Frakklandi en alls voru þetta um 25 keppendur.

Einnig er keppt  með frjálsri aðferð “freestyle” þar sem keppt er á “rail-i”(handriði) og stökkum á pöllum.

Keppendur voru svo heppnir að fá að keppa á stærsta innanhússskíðasvæði heims sem er í Harbin í Kína.

Aþena Marey segir að á Íslandi stundi um tuttugu einstaklingar þessa íþrótt. Sex hafi verið valin til að fara á þetta mót. Það sé mikill heiður, þau hafi komist fjórum sinnum á pall á þessu móti sem sé frábært.

Aþena Marey byrjaði að æfa í október í fyrra og æfir bara á Akureyri og Dalvík, eða þar sem er snjór. Næsta keppni í snjóskautamótaröðinni fer fram í Suður-Kóreu á laugardag, síðan verður keppt í Canada og loks í Þýskalandi þannig að þetta verður mikið ævintýri, segir Aþena Marey.

Þar verða fleiri keppendur og brautirnar aðeins meira krefjandi. Í heildina þá eru Íslendingarnir að standa sig best eins og staðan er núna en svo kemur í ljós hvort eitthvað breytist.

Til Suður-Kóreu koma keppendur frá fleiri löndum.

Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast með þá eru þau með instagram síðu sem heitir shred_dogs og síðan voru stelpurnar að búa til sína eigin instagram síðu sem heitir shreddogs_girls.

 

Frétt og mynd: MTR