Nokkrir tónelskir félagar í Húnaþingi vestra sendu frá sér skemmtilegt myndband um daginn, þar sem þeir tóku upp mynd og hljóð á símana sína, hver heima hjá sér, enda í útgöngubanni.

Nú hafa þeir félagarnir: Aðalsteinn, Gummi, Kiddi og Silli sent frá sér annað og öllu hressara bjartsýnis-lag, “Don’t Stop Believing” í sóttkvíar útgáfu.

Óstaðfestar heimildir benda til þess að hljómsveitin kallist “Ljótu Covidarnir”.

“Úrvinnslusóttkví er lokið, en þrír af fjórum verða áfram í sóttkví enn um sinn, auk þess sem samkomubanni er ekki lokið. Svo við höldum ótrauðir áfram! Lag nr. 3!
Það er vert að taka fram að við ákváðum fyrirfram að allar okkar upptökur yrðu “hráar”, þ.e. að fókusinn okkar er aðallega að skemmta okkur (og vonandi öðrum) að búa til ábreiður, en ekki að allt sé tæknilega fullkomið. Enda skall sóttkví á flestum okkar án fyrirvara, og við því takmarkaðir af þeim búnaði sem var við höndina heima hjá hverjum og einum.

Myndbönd og jafnvel söngur og hljóðfæraleikur er tekið upp að hluta með farsímum.
Vonum að þið njótið lagsins engu að síður”