Markoolios makkarónuskúffa
- 4 dl makkarónur
- 500 gr nautahakk
- 2 egg
- 5 dl mjólk
- 2 teningar kjötkraftur
- rifinn ostur
Hitið ofninn í 180° og smyrjið eldfast mót með smjöri. Sjóðið makkarónurnar þar til þær eru hálfsoðnar. Steikið nautahakk og kryddið með salti og pipar.
Blandið nautahakkinu og makkarónunum saman og leggið í eldfasta mótið. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og hellið yfir eldfasta mótið. Sjóðið 2-3 dl af vatni og setjið teningana í.
Látið sjóða þar til teningarnir hafa leysts upp og hellið þá vatninu í eldfasta mótið. Blandið öllu vel saman í eldfasta mótinu og stráið síðan ostinum yfir. Setjið réttinn í ofninn og bakið þar til osturinn er kominn með fallegan lit.
Berið réttinn fram með tómatsósu og salati.
Makkarónuskúffan er ekki síðri daginn eftir, að hita hana upp í ofni eða á pönnu og krydda með smá aromat.
Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit