Marineraður kjúklingur í rjómasósu

Marinering:

  • 6 kjúklingabringur
  • 0,5 dl sojasósa
  • 2 msk hvítvínsedik
  • fullt af klipptri steinselju
  • 1 hakkað hvítlauksrif

Blandið saman öllum hráefnunum í marineringuna og leggið kjúklingabringurnar í (ég skar bringurnar gróflega niður). Látið liggja í marineringunni yfir nóttu eða amk 6 klst. Látið allt í eldfast mót og bakið við 175°í 30-50 mínútur (eftir stærð á kjúklingabringunum).

Hellið vökvanum/marineringunni frá í skál í gegnum sigti.

Sósa:

  • 2 dl sýrður rjómi
  • 3 dl rjómi
  • 0,5 dl marinering eða meira (smakkið til, mér þykir best að nota alla marineringuna)
  • pipar og salt
  • maizena

Sjóðið saman öll hráefnin í sósunni. Smakkið til með marineringu, salti og pipar. Þykkið sósuna með maizena. Setjið annað hvort kjúklinginn í pottinn og látið sjóða saman um stund eða látið kjúklinginn ásamt sósunni í eldfast mót og hitið í ofni.

Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit